Umsagnarfrestur um drög að reglum um undirskriftasafnanir til 16. janúar
Umsagnarfrestur um drög að reglugerðum er varða undirskriftasafnanir hjá sveitarfélögum rennur út mánudaginn 16. janúar næstkomandi. Þeir sem vilja koma umsögn á framfæri geta sent þær á netfangið [email protected].
Reglugerðardrögin varða annars vegar óskir um borgarafundi og hins vegar óskir um almenna atkvæðagreiðslu um einstök mál, sbr. X. kafla nýrra sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.