Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2011

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur samþykkt tillögur innflytjendaráðs um veitingu styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2011. Alls bárust 49 umsóknir og voru 10 milljónir króna til úthlutunar. Veittir voru styrkir til ellefu verkefna.

Hlutverk þróunarsjóðs innflytjendamála er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Frestur til að sækja um styrki rann út 25. nóvember síðastliðinn. Að þessu sinni var í auglýsingu lögð áhersla á eftirfarandi viðfangsefni.

  • Þróunarverkefni sem unnin eru í sveitarfélögum og miðast að því að auka aðgengi innflytjenda að samfélaginu.
  • Þróunarverkefni og rannsóknir sem vinna gegn fordómum, auka fjölmenningarlega færni og hvetja til virkrar þátttöku innflytjenda í samfélaginu.

Veittir voru styrkir til eftirtalinna verkefna:

Rannsókn á birtingarmyndum dulinna fordóma og mismununar í garð innflytjenda
Umsækjandi: InterCultural Ísland
Styrkur: 1.000.000

Immigrant secondary school students in Iceland: Successes and challenges
Umsækjandi: Samúel Lefever, Robert Berman og Anna Wozniczka
Styrkur: 800.000

Foreldragáttin – Þýðing á upplýsingavef fyrir foreldra
Umsækjandi: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar
Styrkur: 1.000.000

Börn og foreldrar (vinnuheiti)
Umsækjandi: Reykjavíkurborg og Barnaverndarstofa
Styrkur: 1.000.000

Móttaka barna og unglinga með annað móðurmál en íslensku í frístundastarf
Umsækjandi: Samtaka í Miðborg og Hlíðum
Styrkur: 500.000

Stuðningur við atvinnuleitendur af erlendum uppruna
Umsækjandi: Akraneskaupstaður
Styrkur: 750.000

Velkominn í Skagafjörð
Umsækjandi: Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga
Styrkur: 1.400.000

Söguskjóður og foreldrar af erlendum uppruna
Umsækjandi: Fræðslusvið Dalvíkurbyggðar
Styrkur: 730.900

Eitt samfélag í orði og á borði
Umsækjandi: Rangárþing eystra
Styrkur: 1.400.000

Stuðningur við foreldra sem eru innflytjendur
Umsækjandi: Fjarðarbyggð
Styrkur: 700.000

Stuðningur við nemendur af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra
Umsækjandi: Langanesbyggð
Styrkur: 700.000

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta