Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2012 Matvælaráðuneytið

Vefur Fiskistofu í fremstu röð

Í dag héldu innanríkisráðuneytið og Skýrslutæknifélagið ráðstefnu undir yfirskriftinni "Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011?" Þar voru birtar niðurstöður úttektar á öllum vefjum opinberra stofnana bæði ríkis og sveitarfélaga. Könnunin sem var afar fjölþætt fór fram sl. haust og tók til 256 opinberra vefja. Þetta er í fjórða sinn sem slík könnun er gerð og hefur hún farið fram annað hvert ár. Fiskistofa er önnur tveggja stofnana sem bætti vef sinn mest á milli kannana og fór úr 51 stigi upp í 88 af 100 mögulegum eða upp um 37 stig. Vefur Fiskistofu er samkvæmt könnuninni í hópi 5 bestu vefja ríkisstofnana á Íslandi.

Auk úttektarinnar valdi dómnefnd bestu opinberu vefina. VefurTryggingastofnunar ríkisins var valin besti vefur ríkisstofnunar og vefur Akureyrarbæjar besti vefur sveitarfélags. Til hamingju Tryggingastofun og Akureyrarbær!

Hægt er  að skoða  niðurstöður  úttektarinnar hér.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta