Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

2. fundur nefndar um flutning á málefnum aldraðra til sveitarfélaga

  • Fundarstaður: Velferðarráðuneyti, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, R – Verið 3. hæð.
  • Fundartími: Fimmtudagur 19. janúar 2012, kl. 13:30 – 15:00

Fundarmenn:  

  • Bolli Þór Bollason formaður, skipaður af velferðarráðherra,
  • Hlynur Hreinsson, tiln. af fjármálaráðuneyti,
  • Stefanía Traustadóttir, tiln. af  innanríkisráðuneyti
  • Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Gísli Páll Pálsson, tiln. af Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu
  • Berglind Magnúsdóttir, tiln. af Öldrunarráði Íslands
  • Harpa Ólafsdóttir, tiln. af Eflingu - stéttarfélagi
  • Helga Atladóttir, tiln. af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga

Fjarverandi:

  • Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Ólafur Þór Gunnarsson, tiln. af samstarfsnefnd um málefni aldraðra
  • Kristín Á. Guðmundsdóttir, tiln. af SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands

Fundarefni

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerðin var samþykkt með einni breytingu og verður send út að nýju með breytingu.

2. Drög að greinargerð um  tilfærslu þjónustu við aldraða – forsendur – verkefni – aðferðir.

Sigurður Helgason kynnti greinargerðina, sem hann hefur tekið saman. Umræður voru almennar og komu fram góðar ábendingar um grunnþætti verkefnisins.

Stella K. Víðisdóttir óskaði eftir að það væri fært til bókar að hún teldi algerlega óraunhæft að yfirfærslan geti átt sér stað 1. janúar 2013 enda tók stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga það skýrt fram á fundi sínum 28. október 2011 að mikilvægt væri að nægur tími verði gefinn til umræðu og undirbúnings þess að færa þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga og telur óraunhæft að tilfærslan geti átt sér stað 1. janúar 2013 eins og nefnt hefur verið af hálfu ríkisins, til þess væri alltof skammur tími. Gísli Páll Pálsson tók undir bókun Stellu.

Unnið verður áfram með drögin. Óskað er eftir því að nefndarmenn sendi, innan tveggja vikna, inn skriflegar tillögur sínar og ábendingar um atriði sem þeir vilja að komi inn í greinargerðina. Tillögurnar verða síðan ræddar á næsta fundi nefndarinnar. Tillögum er hægt að koma á framfæri í tölvupósti til Einars Njálssonar á netfangið: [email protected]

3.      Önnur mál

Engin önnur mál.

4.      Næsti fundur

Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 24. febrúar 2012, kl. 10:30 – 12.00

Fundi lauk kl. 15:00

Einar Njálsson ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta