Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Tryggingastofnun ríkisins með besta opinbera vefinn

Besti ríkisvefurinn 2011
Besti ríkisvefurinn 2011

Vefur Tryggingastofnunar ríkisins tr.is var
útnefndur besti ríkisvefurinn í úttekt þar sem lagt var mat á 267 opinbera vefi hjá ríki og sveitarfélögum. Í niðurstöðu dómnefndar segir að vefurinn geymi gríðarlegt magn upplýsinga sem eru settar fram á skýran og aðgengilegan hátt. Þetta er í fjórða sinn sem slík úttekt fer fram.

Úttektin var gerð í lok árs 2011 og var lagt mat á innihald, nytsemi, aðgengi og þjónustu. Ráðgjafafyrirtækið Deliotte hf. sá um framkvæmd verkefnisins.

Í umsögn dómnefndar um vef Tryggingastofnunar segir: „Vefurinn tr.is geymir gríðarlegt magn upplýsinga sem settar eru fram á skýran og aðgengilegan hátt. Yfirlit á forsíðu er mjög skýrt og vel uppsett svo notendum vefsins veitist auðvelt að finna svör við spurningum sínum í öllum málaflokkum. Verkfæri vefsins eru einföld í notkun. Útlit vefsins er stílhreint og myndvinnsla vel útfærð með hverjum málaflokki. Viðmótið er hlýlegt og mannlegt.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta