Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2012 Heilbrigðisráðuneytið

Samningur um ómskoðun vegna PIP brjóstapúða

Velferðarráðuneytið og Krabbameinsfélag Íslands (KÍ) hafa undirritað samning um að Leitarstöð KÍ annist ómskoðanir kvenna sem fengið hafa ígrædda PIP brjóstapúða á árunum 2000-2010. Bréf velferðarráðuneytisins með boði til kvennanna um ómskoðun verða send út á morgun, 24. janúar.

Auk þess að annast ómskoðanirnar mun Leitarstöð KÍ veita konunum upplýsingar og leiðsögn um næstu skref í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna PIP brjóstapúða sem kynnt var 10. janúar. Ómskoðunin er að kostnaðarlausu þeim konum sem eru sjúkratryggðar hér á landi.

Byrjað verður að taka við tímapöntunum hjá Leitarstöð KÍ næstkomandi fimmtudag, 26. janúar.

Í bréfi velferðarráðuneytisins til þeirra kvenna sem um ræðir koma fram nánari upplýsingar varðandi tímapantanir og fyrirkomulag.

Konur sem búsettar eru á landsbyggðinni geta átt þess kost að fá ómskoðun á Sjúkrahúsinu á Akureyri henti þeim það betur. Þrátt fyrir það eiga allar konur að panta tíma hjá Leitarstöð KÍ í samræmi við leiðbeiningar sem fram koma í bréfi til þeirra.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta