Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2012 Matvælaráðuneytið

Það eru ekki allar steypur steyptar í sama mót! Umhverfisvæn íslensk steinsteypa markar tímamót.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Íslensk steinsteypa sem þróuð er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Readymix Abu Dhabi undir stjórn prófessors Ólafs Haraldssonar Wallevik, er umhverfisvænasta steinsteypa í heimi. Þetta var tilkynnt á Heimsþingi hreinnar orku sem nýlega fór fram í Abu Dhabi.

Kolefnisspor nýju steypunnar – þ.e. það það magn af CO2 útblæstri sem fylgir framleiðslu á vöru - er aðeins 0,05 kg/kg eða rétt um fjórðungur þess sem steypa af sama styrkleikaflokki hefur. Nýja steinsteypan gæti markað ákveðin tímamót í kolefnisjöfnun því að steypa er mest framleidda efni heims og framleiðsla hennar losar 3 milljarða tonna af koltvísýringi árlega.

Íslenskt kísilryk frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er megin bindiefnið sem gerir það að verkum að steypan er mjög þétt og endingargóð. Til að mynda er styrkleiki þessarar steypu tvöfalt meiri en styrkleiki meðal steypu í Norður Ameríku.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta