Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2012 Matvælaráðuneytið

Erlendir ferðamenn eru kaupglaðari nú en áður

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Afkoma ferðaþjónustunnar ræðst ekki einvörðungu af því hve margir ferðamenn sækja landið heim – það sem mestu skiptir er hve miklu þeir verja í kaup á hvers lags þjónustu og vörum.

Þegar rýnt er í kauphegðun ferðamanna kemur í ljóst að meðalneysla þeirra hefur verið að aukast eftir fall krónunnar í kjölfar efnahagshrunsins. Þannig var meðalneysla þeirra um 28% meiri árið 2010 en 2006 og vel að merkja þá er mælingin miðuð við fast gengi.

Kannanir Ferðamálastofu hafa jafnframt sýnt fram á að lang flestir erlendu ferðamannanna sem hingað koma eru með laun sem teljast til meðaltekna eða þar yfir í sínum heimalöndum.

Með öðrum orðum þá erum við að fá eftirsóknarverða ferðamenn hingað til lands sem skilja mikið eftir sig – en fá líka mikið fyrir sinn snúð!

Þetta er meðal þess sem kom fram á málþingi um Ferðaþjónustu og fjárfestingar sem haldið var í samstarfi iðnaðarráðuneytisins, Íslandsstofu og Landsbankans.

Þetta er meðal þess sem kom fram á málþingi um Ferðaþjónustu og fjárfestingar sem haldið var í samstarfi iðnaðarráðuneytisins, Íslandsstofu og Landsbankans.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

 

                   

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta