Heimsókn þingforseta Svartfjallalands lokið
Forseti þjóðþings Svartfjallalands, Ranco Krivokapic, heimsótti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á lokadegi opinberrar heimsóknar sinnar hingað til lands, 26. janúar síðastliðinn. Á fundi sínum ræddu þau um efnahagsmál, stöðuna á evrusvæðinu, umsóknarferli ríkjanna vegna aðildar að Evrópusambandinu og samstarf Svartfjallalands við Atlantshafsbandalagið (NATO).
Ranko Krivokapic er jafnframt formaður jafnaðarmannaflokks Svartfjallalands, sem er annar ríkisstjórnarflokkanna þar í landi og hefur verið forseti þjóðþings landsins frá árinu 2006.