Nemendum í framhalds- og háskólum fjölgar
Haustið 2011 voru skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi 48.723. Á framhalds- og viðbótarstigi voru skráðir 29.389 nemendur og 19.334 nemendur á háskóla- og doktorsstigi. Skráðum nemendum fjölgar um 3,1% frá fyrra ári og með þeirri fjölgun er sú fækkun sem varð á síðasta ári að mestu gengin til baka. Skráðum nemendum á framhalds- og viðbótarstigi fjölgar um tæp 5% og nemendum á háskóla- og doktorsstigi um tæpt 1%.
Grunnskólanemendum í framhaldsskólum fækkar áfram
Grunnskólanemendum sem taka áfanga í framhaldsskólum fækkar nú þriðja árið í röð. Grunnskólanemendum í framhaldsskólum fækkaði um 25,3% á milli áranna 2008 og 2009 og á milli áranna 2009 og 2010 fækkaði þeim enn frekar eða um 64,2%. Grunnskólanemendur í framhaldsskólum eru nú 323, 135 piltar og 188 stúlkur, sem er rúmlega fimmtungur þess sem var haustið 2008 þegar þeir voru flestir.
- Tekið af vef Hagstofunnar.