Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vinna við frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga hafin

Hjörleifshöfði
Hjörleifshöfði

Vinna er hafin við að semja drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga en heildarendurskoðun þeirra stendur nú yfir. Til grundvallar þeirri vinnu liggur Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, umsagnir og athugasemdir sem bárust um bókina auk greinargóðrar samantektar frá umræðum um Hvítbókina á Umhverfisþingi, 14. október sl.

Hvítbókin er ítarleg skýrsla um lagaumhverfi náttúruverndar hér á landi sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga skilaði til umhverfisráðherra sl. haust og var m.a. kynnt og til umræðu á Umhverfisþingi. Hefur umhverfisráðuneytið falið ritstjóra bókarinnar, Aagot Vigdísi Óskarsdóttur lögfræðingi að skrifa frumvarpsdrögin en sérsvið hennar er auðlindaréttur, eignaréttur og umhverfisréttur.

Um 30 umsagnir bárust um Hvítbókina meðan á kynningarferli hennar stóð en því lauk 15. desember sl. Fyrir utan umfjöllunina á Umhverfisþingi voru henni gerð góð skil m.a. í fjölmiðlum, á vefnum og með opnum kynningarfundum sem haldnir voru á fimm stöðum á landsbyggðinni.

Þá voru líflegar umræður um Hvítbókina á Umhverfisþingi og voru þær teknar saman í skýrslu sem einnig er höfð til hliðsjónar við frumvarpssmíðina. Koma þar fram fjölmörg sjónarmið og athugasemdir þeirra rúmlega 300 manna sem þingið sátu.

Gert er ráð fyrir að frumvarpsdrög verði tilbúin á vordögum og fari þá í kynningu og til umsagnar hjá almenningi og hagsmunaaðilum áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi sem umhverfisráðherra hyggst gera haustið 2012.

Samantekt úr umræðum á Umhverfisþingi

Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands (heildarrit)

Hvítbók, skipt eftir köflum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta