Heildarútlán Byggðastofnunar til ferðaþjónustu alls 4,6 milljarðar
Í árslok 2011 voru heildarútlán Byggðastofnunar til fyrirtækja í ferðaþjónustu um 4,6 milljarðar. Þar af voru tæpir 1,4 milljarðar til fyrirtækja í fjórum sveitarfélögum, Hornafirði, Mýrdalshreppi, Skútustaðarhreppi og Skaftárhreppi. Þau ferðaþjónustufyrirtæki sem tekið hafa lán hjá Byggðastofnun eru dreifð vítt og breitt um landið en ekkert sveitarfélag hefur yfir 8% af heildarútlánum stofnunarinnar til ferðaþjónustu.
Ef borin eru saman árin 2009 og árið 2011 er niðurstaðan að dreifing útlána árið 2011er töluvert meiri og jafnari um landið árið 2011 en 2009.