Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dreifibréf til skólastjóra grunnskóla

Ágæti skólastjóri

Lesskilningur og mikilvægi lesturs hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur beitt sér fyrir ýmsum aðgerðum og verkefnum tengdum lesskilningi og m.a. stutt útgáfu Orðarúnar, mat á lesskilningisem samið var af Dagnýju Elfu Birnisdóttur, Rósu Guðrúnu Eggertsdóttur og Amalíu Björnsdóttur og gefið út af Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Í Orðarúneru 12 stöðluð lesskilningspróf ætluð
nemendum í 3. - 8. bekk.
Ég vil vekja athygli skólastjóra og kennara á því að Orðarúner nú aðgengileg á vefkerfinu Mentor en nánari upplýsingar um hvar prófin er að finna á netinu verða sendar frá Mentor.

Þeir skólar sem ekki hafa aðgang að vefkerfinu Mentor geta fengið Orðarúnsenda sér að kostnaðarlausu. Þeim er bent á að senda tölvupóst til Ernu Árnadóttur, sérfræðings í   mennta- og menningarmálaráðuneytinu á netfangið: [email protected]

Eins og kunnugt er kom út ný aðalnámskrá fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla á síðasta ári. Einn af grunnþáttunum í þeirri námskrá er læsi. Ég hef í hyggju að beita mér fyrir frekari verkefnum á sviði læsis og verða þau kynnt nánar síðar.

Það er von mín að Orðarúnmuni styðja kennara í starfi og auka lestrarfærni nemenda.





 

 



 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta