Mat á niðurstöðum sérfræðinganefndar um PIP brjóstafyllingar
Íslensk heilbrigðisyfirvöld fjalla nú um niðurstöður sérfræðinganefndar um PIP brjóstafyllingar til að meta hvort þær gefi tilefni til endurskoðunar á aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru 10. janúar síðastliðinn. Einnig er horft til fyrstu niðurstaðna úr ómskoðunum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.
Skýrsla sérfræðinganefndar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Committee on Emerging and Newly Identified Health Risks, sem falið var að gera áhættumat á brjóstafyllingum frá franska framleiðandum PIP var kynnt í gær.
Náið samstarf er milli heilbrigðisyfirvalda Evrópuþjóða og þar til bærra eftirlitsstofnana sem deila með sér öllum mikilvægum upplýsingum sem fram koma varðandi PIP brjóstafyllingarnar og niðurstöðum rannsókna sem þegar hafa verið gerðar á mögulegum áhrifum þeirra á heilsufar.