Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2012 Forsætisráðuneytið

Auglýsing um úthlutun á svæði á þjóðlendu fyrir ökugerði

Bæjarstjórn Ölfuss hefur nú auglýst tillögu að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Ölfuss skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða því auglýsir sveitarfélagið deiliskipulagstillögu. Á svæði vestan Þórshamars og Litlu kaffistofunnar er í deiliskipulagstillögunni gert ráð fyrir svæði fyrir ökugerði til ökukennslu í tveimur áföngum.

Umrætt svæði er á þjóðlendu skv. úrskurði Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2004 og dómi Hæstaréttar í máli nr. 198/2009 sem kveðinn var upp 3. júní 2010. Í ljósi þess þarf leyfi forsætisráðuneytisins til að nýta land og landsréttindi á svæðinu til lengri tíma en eins árs, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og áfrétta.

Með auglýsingu þessari vill forsætisráðuneytið lýsa eftir aðilum sem áhuga kunna að hafa á starfsemi sem fellur að umræddri skipulagstillögu og uppfylla þá skilmála sem að neðan greinir.

Skilmálar sem einkum verður litið til við ákvörðun um leyfisveitingu á umræddu svæði eru eftirfarandi. Ekki skal litið svo á að röðun þeirra gefi til kynna vægi einstakra skilmála innbyrðis:

  • hvernig viðkomandi hyggst nýta fyrirhugaðan skipulagsreit í þeim tilgangi að hafa þar ökugerði til kennslu á ökutæki,
  • hvað viðkomandi aðili vill greiða háa leigu fyrir notkun á umræddum reit og til hversu langs tíma. Ráðuneytið mun í ljósi samkeppnissjónarmiða leitast við að fá markaðsverð fyrir leigu á umræddu svæði og að leigutími sé ekki til lengri tíma en 65 ára,
  • frágangur mannvirkja og akbrauta. Ráðuneytið mun sérstaklega líta til þess að frágangur verði með þeim hætti að samræmist landslagi vel og stingi ekki í stúf við umhverfið að öðru leyti,
  • reynsla viðkomandi aðila af kennslu á ökutæki.

Skipulagstillögurnar má nálgast í forsætisráðuneytinu Hverfisgötu 4a til 6a, bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn og á heimasíðu forsætisráðuneytisins www.forsaetisraduneyti.is.

Áhugasamir aðilar vinsamlegast sendið tillögu að notkun á umræddu svæði til forsætisráðuneytisins Stjórnarráðshúsinu við Lækjatorg, 150 Reykjavík, eigi síðar en 29. febrúar nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta