Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2012 Matvælaráðuneytið

Gistinóttum fjölgaði um allt land

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Árið 2011 var metár í komu erlendra ferðamanna til Íslands og hótel víða um land nutu sannarlega góðs af þeirri fjölgun. Gistinætur á íslenskum hótelum árið 2011 reyndust vera samtals 1.488.400 samanborið við 1.309.700 gistinætur árið 2010.

Langflestir gistu á hótelum á höfuðborgarsvæðinu og þar var jafnframt mest fjölgun eða 17%. Það er ánægjulegt til þess að vita að gistinóttum fjölgaði um land allt; um 16% á Suðurnesjum, 9% á Austurlandi, 6% á Norðurlandi og um 3% á Suðurlandi sem og samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða.

Það skal tekið fram að í þessum tölum er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Á vef Hagstofunnar er að finna mjög áhugavert talnaefni um þróun síðustu 15 ára á gistinóttum og framboði á gistirými hvers konar - allt frá hótelgistingu yfir í óbyggðaskála.

Tengill á heimasíðu Hagstofunnar



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta