Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2012 Matvælaráðuneytið

23 nýsveinar (af báðum kynjum) í sérflokki - leggið nöfnin á minnið!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Það hvernig okkur tekst til við að byggja upp sterkt og kraftmikið atvinnulíf fer að mestu eftir þeim mannauði sem við höfum yfir að ráða. Á þeirri vegferð eiga nýsveinarnir 23 sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík heiðraði um liðna helgi fyrir afburðanámsárangur örugglega eftir að skipa sér í fylkingarbrjósti.

Jafnframt viðurkenningum nýsveina var Ragnar Axelsson, ljósmyndari, tilnefndur og heiðraður sem iðnaðarmaður ársins og fyrirtækin GO Form Design Studio og Brúnás Innréttingar hlutu viðurkenningu fyrir samstarf hönnuða og framleiðenda.

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík var stofnað 1867 og fagnar nú 145 ára afmæli. Tilgangur þess frá upphafi er að „efla menningu og menntun iðnaðarmanna og styrkja stofnanir sem starfa í þeirra þágu“.

Verðlaunahafi Iðngrein Meistari Skóli
Dagur Hilmarsson Rafvirkjun Gunnar Frímannsson Verkmenntaskólinn á Akureyri
Sigurgísli Jónasson Rafvirkjun Jónas Björnsson Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Ágústa Ýr Sveinsdóttir Rafvirkjun Rúnar Pálsson Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Þóra Björk Samúelsdóttir Rafvirkjun Þorsteinn Pálsson Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
Smári H. Ragnarsson Vélvirkjun Hjörtur Elefsen Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Tyrfingur Sveinsson Vélvirkjun Jón Ólafur Vilhjálmsson Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
Kristján Bjarki Purkhus Rafeindavirkjun Valdemar Gísli Valdemarsson Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
Hörður Vilberg Harðarson Rafeindavirkjun Valdemar Gísli Valdemarsson Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
Hermann Þór Gíslason Rafeindavirkjun Valdemar Gísli Valdemarsson Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
Sylvía Dagsdóttir Rafeindavirkjun Valdemar Gísli Valdemarsson Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
Flóki Sigurðarson Rafeindavirkjun Erlingur Kristjánsson Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
Einar Þór Guðmundsson Grafísk miðlun Ásta Lorange Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
George Kristófer Young Grafísk miðlun Kristján G. Bergþórsson Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
Fanney Einarsdóttir Grafísk miðlun Bjargey Gígja Gísladóttir Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
Sandra Ösp Konráðsdóttir Snyrtifræði Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir Snyrtiskólinn
Ólína Björk Hjartardóttir Snyrtifræði Jónína Hallgrímsdóttir Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Finnur Einarsson Rennismíði Guðmundur Ólafur Halldórsson Borgarholtsskóli
Guðmundur Hinrik Gústavsson Rennismíði Helgi Stefánsson Iðnskólinn í Hafnarfirði
Nanna Sigurðardóttir Matreiðsla Jónas Már Ragnarsson Menntaskólinn í Kópavogi
Kristján Benjamínsson Múrsmíði Hannes Björnsson Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
Stefanía Höskuldsdóttir Framreiðsluiðn Gígja Magnúsdóttir Menntaskólinn í Kópavogi
Grétar Þór Björnsson Kjötiðn Róbert Ragnar Skarphéðinsson Menntaskólinn í Kópavogi
Grétar Mar Axelsson Kjötiðn Jón Ágúst Knútsson Verkmenntaskólinn á Akureyri

 Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta