Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2012 Matvælaráðuneytið

Nú skal lyfta grettistaki að Fjallabaki, í Dyrhólaey, við Skógarfoss og við 27 aðra ferðamannastaði

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

 

í dag var fyrsta úthlutunin úr Framkvæmdasjóðir ferðamannastaða og fengu 30 verkefni um allt land samtals 69 milljónir.

Erlendum ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt og á síðasta ári var sett nýtt met – 565 þúsund ferðamenn sóttu okkur heim og flestir þeirra nefndu töfra íslenskrar náttúru sem helstu ástæðu hingaðkomu sinnar.

Vandi fylgir vegsemd hverri og það hvílir mikil ábyrgð á okkar herðum að náttúran bíði ekki skaða af vegna álags og átroðnings. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða var nýlega settur á laggirnar og markmiðið með honum er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu og verndun.

Hér eru verkefnin 30 sem fengu styrk.

Nr. Umsækjandi  Heiti verkefnis Skilgreindir verkþættir sem fá styrk Úthlutun
1 Akureyrarstofa  Heimskautsbaugurinn - Grímsey  Styrkur er veittur til að undirbúa hönnunarsamkeppni um kennileiti og áfangastað á heimskautsbaugnum í Grímsey sem yrði um leið n.k. tákn fyrir Grímsey og innblástur fyrir hönnun minjagripa. 250.000
2 Breiðdalshreppur  Aðgengi að Flögufoss í Breiðdal  Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu fyrir aðkomusvæði og gönguleið upp að Flögufossi með áherslu á öryggismál og góðar merkingar. 1.500.000
3 Ferðamálasamtök Suðurnesja Hundrað gíga garðurinn Styrkur er veittur til hönnunar og uppsetningar upplýsingaskilta og vegvísa sem leggja áherslu á sögu og jarðfræði 100 gíga garðsins. 1.500.000
4 Fjarðabyggð  Skipulag og hönnun áningastaðar við Söxu Stöðvarfirði  Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu fyrir svæðið (þmt. hönnun útsýnispalls) með áherslu á bætt aðgengi og öryggi ferðamanna við sjávarhverinn Söxu. 1.000.000
5 Fljótsdalshreppur  Hengifoss - skipulag, hönnun og framtíðarsýn  Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu (þmt. Uppmælingum svæðis) og gerð verkáætlana, með það að markmiði að bæta aðstöðu og aðgengi fyrir ferðamenn við Hengifoss.  2.000.000
6 Fornleifavernd ríkisins Stöng í Þjórsárdal, ásýnd og umhverfi, hönnunarsamkeppni  Styrkur er veittur fyrir hugmyndasamkeppni sem lýtur að heildarmynd minjasvæðisins í Þjórsárdal og gönguleiðum á milli minjastaða.  4.900.000
7 Framfarafélag Flateyjar  Bætt aðstaða ferðamanna í Flatey  Styrkur er veittur til stígagerðar, hönnunar og uppsetningar upplýsingaskilta og merkinga skv. skipulagi og verkáætlun. 2.000.000
8 Gunnarsstofnun  Skriðuklaustur - skipulags- og hönnunarvinna  Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu á minjasvæði og klausturgarði þmt. hönnun gönguleiðar og upplýsingapósta.  500.000
9 Hveravallafélagið ehf  Hveravellir - Virkjun borhola og veituframkvæmdir / HÖNNUN! Styrkur er veittur til hönnunar veitna og umhverfishönnun í tengslum við þær á Hveravöllum. 5.000.000
10 Langanesbyggð  Skoruvíkurbjarg; bætt aðgengi  Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu að svæðinu með áherslu á útsýnispall og öryggi ferðamanna. 1.050.000
11 Mýrdalshreppur  Dyrhólaey uppbygging  Styrkur er veittur til að ljúka frágangi á þjónustuhúsi á Háey, undirbúning að nýju salernishúsi á Lágey og til uppbyggingar og merkingar stíga á svæðinu.  5.000.000
12 Ósafell ehf  Stefnumót við Vatnsnes  Styrkur er veittur til framkvæmda við nýtt þjónustuhús við Hvítserk.  4.500.000
13 Rangárþing eystra  Útsýnispallur við Skógafoss  Styrkur er veittur til framkvæmda við nýjan útsýnispall við Skógafoss 5.000.000
14 Rangárþing eystra  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls  Styrkur er veittur til að hönnunar og uppsetningar upplýsingaskilta, vegvísa og stika til að bæta öryggi ferðamanna á Fimmvörðuhálsleið. 1.000.000
15 Rangárþing ytra  Fjallabak - hálendissvæði vestan og norðan Mýrdalsjökuls.  Styrkur er veittur til að vinna samræmt ramma- eða svæðisskipulag fyrir stór-Fjallabakssvæðið m.t.t. ferðamennsku, öryggismála, álags á náttúru og samgangna.  5.000.000
16 Sjávarþorpið Suðureyri ehf. Bætt aðgengi að lóninu á Suðureyri  Styrkur er veittur fyrir hönnun og efniskostnaði á bryggju, grjótvarnargarði, uppfyllingu og stíg skv. fyrirliggjandi deiliskipulagi. 1.500.000
17 Skaftárhreppur  Fjaðurárgljúfur - Bætt aðgengi og öryggi fyrir ferðamenn  Styrkur er veittur fyrir deiliskipulagsvinnu og hönnun öruggra útsýnispalla við Fjaðurárgljúfur, ásamt merkingum. 1.800.000
18 Skaftárhreppur  Eldhraun - Deiliskipulag fyrir nýjan áningastað.  Styrkur er veittur fyrir deiliskipulagsvinnu  300.000
19 Skaftárhreppur  Fagrifoss, bætt að gengi og aukið öryggi fyrir ferðamenn  Styrkur er veittur fyrir deiliskipulagsvinnu  300.000
20 Skaftárhreppur  Dverghamrar Bætt aðstaða fyrir ferðamenn  Styrkur er veittur fyrir deiliskipulagsvinnu  300.000
21 Skógrækt ríkisins  Þjónustuhús í Þjóðskógunum  Styrkur er veittur til hönnunarsamkeppni á þjónustuhúsum, bálskýlum og umhverfi þeirra, fyrir Þjóðskóga Skógræktar ríkisins.  2.400.000
22 Skrifstofa ferða- og menningarmála  Göngubrýr út í Skálanes, Seyðisfirði  Styrkur er veittur fyrir viðgerð á gömlum göngubrúm og stígum á gönguleiðinni út í Skálanes. 1.500.000
23 Snorrastofa í Reykholti  Umhverfi menningarminja í Reykholti  Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu á minjasvæðinu í Reykholti ásamt hönnun upplýsingaskilta og merkinga og lagfæringa við Snorralaug. 3.000.000
24 Stykkishólmsbær  Súgandisey í Stykkishólmi  Styrkur er veittur til deiliskipulags og landslagshönnunar í Súgandisey ásamt efniskostnaði við framkvæmdir. 2.000.000
25 Sveitarfélagið Ölfuss  Reykjadalur 2012  Styrkur er veittur til deiliskipulags og landslagshönnunar í Reykjadal ásamt hönnun á merkingum og stígagerð. Áhersla á að bæta öryggi ferðamanna. 3.000.000
26 Umhverfisstofnun Gullfoss Styrkur er veittur til hönnunarsamkeppni fyrir Gullfosssvæðið. 5.000.000
27 Umhverfisstofnun og Landgræðsla ríkisins Dimmuborgir Styrkur er veittur til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra frá bílastæði að þjónustuhúsi með malbikuðum stíg og jafnframt til að bæta við nýjum upplýsinga- og fræðsluskiltum á svæðinu. 1.450.000
28 Vestmannaeyjabær  Lundaskoðun í Stórhöfða - aðgengi  Styrkur er veittur til uppbyggingar á stíg, sem fær er hjólastólum, að lundaskoðunarhúsi  950.000
29 Vinir Þórsmerkur  Deiliskipulag ferðamannastaða í Þórsmörk og viðhald gönguleiða  Styrkur er veittur fyrir deiliskipulagsvinnu og landslagshönnun á áfangastöðum ferðamanna og ferðamannaleiðum í Þórsmörk og Goðalandi og til merkinga á helstu leiðum með áherslu á öryggi ferðamanna.  2.800.000
30 Þrísker ehf Frystihúsið í Flatey á Breiðafirði Styrkur er veittur til að ljúka  viðgerð á þaki og ytra byrði húss. 2.500.000
69.000.000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta