Nú skal lyfta grettistaki að Fjallabaki, í Dyrhólaey, við Skógarfoss og við 27 aðra ferðamannastaði
í dag var fyrsta úthlutunin úr Framkvæmdasjóðir ferðamannastaða og fengu 30 verkefni um allt land samtals 69 milljónir.
Erlendum ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt og á síðasta ári var sett nýtt met – 565 þúsund ferðamenn sóttu okkur heim og flestir þeirra nefndu töfra íslenskrar náttúru sem helstu ástæðu hingaðkomu sinnar.
Vandi fylgir vegsemd hverri og það hvílir mikil ábyrgð á okkar herðum að náttúran bíði ekki skaða af vegna álags og átroðnings. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða var nýlega settur á laggirnar og markmiðið með honum er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu og verndun.
Hér eru verkefnin 30 sem fengu styrk.
Nr. | Umsækjandi | Heiti verkefnis | Skilgreindir verkþættir sem fá styrk | Úthlutun |
1 | Akureyrarstofa | Heimskautsbaugurinn - Grímsey | Styrkur er veittur til að undirbúa hönnunarsamkeppni um kennileiti og áfangastað á heimskautsbaugnum í Grímsey sem yrði um leið n.k. tákn fyrir Grímsey og innblástur fyrir hönnun minjagripa. | 250.000 |
2 | Breiðdalshreppur | Aðgengi að Flögufoss í Breiðdal | Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu fyrir aðkomusvæði og gönguleið upp að Flögufossi með áherslu á öryggismál og góðar merkingar. | 1.500.000 |
3 | Ferðamálasamtök Suðurnesja | Hundrað gíga garðurinn | Styrkur er veittur til hönnunar og uppsetningar upplýsingaskilta og vegvísa sem leggja áherslu á sögu og jarðfræði 100 gíga garðsins. | 1.500.000 |
4 | Fjarðabyggð | Skipulag og hönnun áningastaðar við Söxu Stöðvarfirði | Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu fyrir svæðið (þmt. hönnun útsýnispalls) með áherslu á bætt aðgengi og öryggi ferðamanna við sjávarhverinn Söxu. | 1.000.000 |
5 | Fljótsdalshreppur | Hengifoss - skipulag, hönnun og framtíðarsýn | Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu (þmt. Uppmælingum svæðis) og gerð verkáætlana, með það að markmiði að bæta aðstöðu og aðgengi fyrir ferðamenn við Hengifoss. | 2.000.000 |
6 | Fornleifavernd ríkisins | Stöng í Þjórsárdal, ásýnd og umhverfi, hönnunarsamkeppni | Styrkur er veittur fyrir hugmyndasamkeppni sem lýtur að heildarmynd minjasvæðisins í Þjórsárdal og gönguleiðum á milli minjastaða. | 4.900.000 |
7 | Framfarafélag Flateyjar | Bætt aðstaða ferðamanna í Flatey | Styrkur er veittur til stígagerðar, hönnunar og uppsetningar upplýsingaskilta og merkinga skv. skipulagi og verkáætlun. | 2.000.000 |
8 | Gunnarsstofnun | Skriðuklaustur - skipulags- og hönnunarvinna | Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu á minjasvæði og klausturgarði þmt. hönnun gönguleiðar og upplýsingapósta. | 500.000 |
9 | Hveravallafélagið ehf | Hveravellir - Virkjun borhola og veituframkvæmdir / HÖNNUN! | Styrkur er veittur til hönnunar veitna og umhverfishönnun í tengslum við þær á Hveravöllum. | 5.000.000 |
10 | Langanesbyggð | Skoruvíkurbjarg; bætt aðgengi | Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu að svæðinu með áherslu á útsýnispall og öryggi ferðamanna. | 1.050.000 |
11 | Mýrdalshreppur | Dyrhólaey uppbygging | Styrkur er veittur til að ljúka frágangi á þjónustuhúsi á Háey, undirbúning að nýju salernishúsi á Lágey og til uppbyggingar og merkingar stíga á svæðinu. | 5.000.000 |
12 | Ósafell ehf | Stefnumót við Vatnsnes | Styrkur er veittur til framkvæmda við nýtt þjónustuhús við Hvítserk. | 4.500.000 |
13 | Rangárþing eystra | Útsýnispallur við Skógafoss | Styrkur er veittur til framkvæmda við nýjan útsýnispall við Skógafoss | 5.000.000 |
14 | Rangárþing eystra | Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls | Styrkur er veittur til að hönnunar og uppsetningar upplýsingaskilta, vegvísa og stika til að bæta öryggi ferðamanna á Fimmvörðuhálsleið. | 1.000.000 |
15 | Rangárþing ytra | Fjallabak - hálendissvæði vestan og norðan Mýrdalsjökuls. | Styrkur er veittur til að vinna samræmt ramma- eða svæðisskipulag fyrir stór-Fjallabakssvæðið m.t.t. ferðamennsku, öryggismála, álags á náttúru og samgangna. | 5.000.000 |
16 | Sjávarþorpið Suðureyri ehf. | Bætt aðgengi að lóninu á Suðureyri | Styrkur er veittur fyrir hönnun og efniskostnaði á bryggju, grjótvarnargarði, uppfyllingu og stíg skv. fyrirliggjandi deiliskipulagi. | 1.500.000 |
17 | Skaftárhreppur | Fjaðurárgljúfur - Bætt aðgengi og öryggi fyrir ferðamenn | Styrkur er veittur fyrir deiliskipulagsvinnu og hönnun öruggra útsýnispalla við Fjaðurárgljúfur, ásamt merkingum. | 1.800.000 |
18 | Skaftárhreppur | Eldhraun - Deiliskipulag fyrir nýjan áningastað. | Styrkur er veittur fyrir deiliskipulagsvinnu | 300.000 |
19 | Skaftárhreppur | Fagrifoss, bætt að gengi og aukið öryggi fyrir ferðamenn | Styrkur er veittur fyrir deiliskipulagsvinnu | 300.000 |
20 | Skaftárhreppur | Dverghamrar Bætt aðstaða fyrir ferðamenn | Styrkur er veittur fyrir deiliskipulagsvinnu | 300.000 |
21 | Skógrækt ríkisins | Þjónustuhús í Þjóðskógunum | Styrkur er veittur til hönnunarsamkeppni á þjónustuhúsum, bálskýlum og umhverfi þeirra, fyrir Þjóðskóga Skógræktar ríkisins. | 2.400.000 |
22 | Skrifstofa ferða- og menningarmála | Göngubrýr út í Skálanes, Seyðisfirði | Styrkur er veittur fyrir viðgerð á gömlum göngubrúm og stígum á gönguleiðinni út í Skálanes. | 1.500.000 |
23 | Snorrastofa í Reykholti | Umhverfi menningarminja í Reykholti | Styrkur er veittur til skipulags- og hönnunarvinnu á minjasvæðinu í Reykholti ásamt hönnun upplýsingaskilta og merkinga og lagfæringa við Snorralaug. | 3.000.000 |
24 | Stykkishólmsbær | Súgandisey í Stykkishólmi | Styrkur er veittur til deiliskipulags og landslagshönnunar í Súgandisey ásamt efniskostnaði við framkvæmdir. | 2.000.000 |
25 | Sveitarfélagið Ölfuss | Reykjadalur 2012 | Styrkur er veittur til deiliskipulags og landslagshönnunar í Reykjadal ásamt hönnun á merkingum og stígagerð. Áhersla á að bæta öryggi ferðamanna. | 3.000.000 |
26 | Umhverfisstofnun | Gullfoss | Styrkur er veittur til hönnunarsamkeppni fyrir Gullfosssvæðið. | 5.000.000 |
27 | Umhverfisstofnun og Landgræðsla ríkisins | Dimmuborgir | Styrkur er veittur til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra frá bílastæði að þjónustuhúsi með malbikuðum stíg og jafnframt til að bæta við nýjum upplýsinga- og fræðsluskiltum á svæðinu. | 1.450.000 |
28 | Vestmannaeyjabær | Lundaskoðun í Stórhöfða - aðgengi | Styrkur er veittur til uppbyggingar á stíg, sem fær er hjólastólum, að lundaskoðunarhúsi | 950.000 |
29 | Vinir Þórsmerkur | Deiliskipulag ferðamannastaða í Þórsmörk og viðhald gönguleiða | Styrkur er veittur fyrir deiliskipulagsvinnu og landslagshönnun á áfangastöðum ferðamanna og ferðamannaleiðum í Þórsmörk og Goðalandi og til merkinga á helstu leiðum með áherslu á öryggi ferðamanna. | 2.800.000 |
30 | Þrísker ehf | Frystihúsið í Flatey á Breiðafirði | Styrkur er veittur til að ljúka viðgerð á þaki og ytra byrði húss. | 2.500.000 |
69.000.000 |