Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2012 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu 1-1-2 dagsins

Einn-einn-tveir dagurinn var haldinn víða um land síðastliðinn laugardag en markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp við athöfn í Smáralind í Kópavogi þar sem veittar voru viðurkenningar.

Gísli Örn Gíslason var útnefndur skyndihjálparmaður ársins fyrir að bjarga lífi dóttur sinnar sem fór í hjartastopp og Hjördís Garðarsdóttir er neyðarvörður ársins. Einnig afhentu Sverrir Björn Björnsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, og Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri hópi 8 ára barna verðlaun fyrir þátttöku þeirra í Eldvarnagetrauninni. Ögmundur Jónasson tók við viðurkenningunni fyrir hönd eins barnanna sem ekki var á staðnum og er hann hér á myndinni með krökkunum.

Innanríkisráðherra tók þátt í dagskrá 1-1-2 dagsins í Smáralind á laugardag.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta