Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2012 Utanríkisráðuneytið

Vernd barna gegn kynferðislegum glæpum

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Össur Skarphéðinsson

„Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum.“ Þetta er meðal þess sem kom fram í grein Össurar Skarphéðinssonar og Ögmundar Jónassonar sem birtist í Fréttablaðinu þann 11. febrúar 2012. 

Í greininni er m.a. fjallað um nauðsyn þess að samfélagið búi yfir góðum vopnum í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og að hlutur Íslands megi ekki liggja eftir. Greinahöfundar lögðu nýverið fram tillögu á Alþingi þess efnis að Íslendingar fullgiltu mikilvægan Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun. Þá lögðu þeir auk þess fram frumvarp að lagabreytingum til að tryggja framkvæmd samningsins.

Grein Össurar og Ögmundar má nálgast hér.

Þingsályktunartillöguna má nálgast hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta