Rúmlega 50 tillögur bárust vegna umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.
Alls bárust 52 tillögur um verðlaunahafa umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Sjö tillagnanna lúta að samtökum eða einstaklingum frá Íslandi.
Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum og verða í ár veitt einstaklingi eða samtökum sem unnið hafa að því að auka líffræðilegan fjölbreytileika á Norðurlöndum eða á alþjóðavettvangi.
Af þeim 52 tillögur sem bárust voru 17 frá Svíþjóð, 12 frá Finnlandi, sjö frá Íslandi, sjö frá Noregi og sex frá Danmörku auk einnar frá Færeyjum og Álandseyjum. Loks er ein sameiginleg tilnefning frá Svíþjóð og Danmörku.
Fjöldi einstaklinga og eldhuga, náttúruverndarsamtök og bændur sem stunda sjálfbæran búskap eru tilnefndir, en einnig nokkrir óhefðbundnir kandídatar eins og samtök fiskimanna, veiðimanna og skáta.
Tilkynnt verður þann 16. apríl um hverjir hljóta formlega tilnefningu ráðsins en verðlaunin sjálf verða veitt þann 22. maí á degi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika.