Styrkir til atvinnuleikhópa 2012
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur að fenginni tillögu leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2012.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur að fenginni tillögu leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2012. Alls sóttu 74 aðilar um styrki til 85 verkefna. Þá bárust 6 umsóknir um samstarfssamninga til lengri tíma og 4 umsóknir um rekstrarstyrki. Eftirtalin verkefni hlutu styrki:
Leikhópurinn Gljúfrasteinar | Laxness eins og hann leggur sig | 1.000.000 kr. |
Leifur Þór Þorvaldsson | Stundarbrot | 2.300.000 kr. |
Litlar og nettar | Dúnn | 2.800.000 kr. |
Va Va Voom | Breaking news | 3.000.000 kr. |
Kviss búmm bang 24/7 | Downtown Reykjavík | 5.000.000 kr. |
Steinunn Ketilsdóttir | La familia | 6.200.000 kr. |
Lab Loki | Áminnt um sannsögli | 6.400.000 kr. |
Leikhópurinn Geirfugl | Segðu mér satt | 7.700.000 kr. |
Soðið svið | Rökkurbjörg | 8.300.000 kr. |
Shalala ehf. | Inn að beini | 8.500.000 kr. |
Vesturport | Starfsstyrkur | 6.000.000 kr. |
Á fjárlögum 2012 eru 71,2 millj. kr. á fjárlagaliðnum "Styrkir til starfsemi atvinnuleikhópa" en voru á síðasta ári 58,4 millj. kr. Hækkunin stafar af því að styrkir til Leikfélags Reykjavíkur og Draumasmiðjunnar - döff leikhús, sem Alþingi hafði áður ákveðið, eru á þessu ári veittir af framangreindum fjárlagalið.
Í leiklistarráði eru Guðrún Vilmundardóttir formaður, skipuð án tilnefningar, Sveinbjörg Þórhallsdóttir tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands og Hilmar Jónsson tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa.