Sýnisbók íslenskra fornleifa
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hitti Birnu Lárusdóttur, höfundi bókarinnar „Mannvist, sýnisbók íslenskra fornleifa“ og veitti eintaki móttöku. Í bókinni segir m.a. að fornar leifar á Íslandi koma eflaust mörgum á óvart, enda er þær að finna á ólíklegustu stöðum úti um allt land og frá ýmsum aldursskeiðum því ekki eru allar fornleifar svo ýkja gamlar, samkvæmt skilgreiningu laganna er miðað við 100 ár. Áætlað er að fornleifastaðir hér á landi séu að minnsta kosti 130 þúsund talsins. Þótt rannsóknir hafi stóraukist á síðustu árum er enn allt of margt ókannað þar sem fornleifarannsóknir geta veitt glænýja sýn á landslag og sögu. Í bókinni er sjónarhorninu beint frá helstu sögustöðum og valdasetrum að hversdagslegri minjum um daglegt líf almennings.
Birna Lárusdóttir er fornleifafræðingur og hefur starfað hjá Fornleifastofnun Íslands frá árinu 1999. Hún er aðalhöfundur þessa mikla verks og jafnframt ritstjóri þess. Aðrir höfundar efnis eru Adolf Friðriksson, Árni Hjartarson, Bjarni F. Einarsson, Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Hildur Gestsdóttir, Orri Vésteinsson og Þóra Pétursdóttir.