Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2012 Matvælaráðuneytið

Akureyri blífur og sundlaugarnar og jarðböðin eru algert „möst“  

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Íslendingar eru duglegir að ferðast innanlands og í nýrri könnun Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga kemur í ljós að níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra og langflestir hafa ferðalög af einhverju tagi á stefnuskránni á þessu ári.

Júlí var sem fyrr langvinsælasti mánuðurinn til ferðalaga innanlands (72,0%). Fast á eftir fylgja ágústmánuður (63,2%) og júní (52,4%). Tjald, fellihýsi eða húsbíll var algengasti gistimátinn (44,6%) og nánast samhliða var gisting hjá vinum og ættingjum (44%). Þá kemur orlofshús eða íbúð í eigu félagasamtaka með 38,6% og sumarhús eða íbúð í einkaeign (37,5%).

Tveir af hverjum þremur fóru í sund eða jarðböð og er það sú afþreying sem flestir greiddu fyrir á ferðalögum árið 2011. Margir (36,3%) borguðu sig inn á söfn eða sýningar, leikhús eða tónleika (17,8%), fyrir veiði (17,7%), golf (12,7%) eða bátsferð (10,2%).

Norðurland og Suðurland voru líkt og í undanförnum könnunum þeir landshlutar sem flestir landsmenn heimsóttu á árinu 2011 eða tæplega þrír af hverjum fimm. Þó nefna heldur færri Norðurland en í síðustu könnun og sama má segja um Austurland en þangað ferðaðist einn af hverjum fimm í fyrra í stað eins af hverjum fjórum 2010.

Níu af hverjum tíu svarendum hafa áform um ferðalög á árinu 2012. Þannig segjast 56,5% ætla að fara í sumarbústaðaferð innanlands, 50,4% að heimsækja vini eða ættingja, 34,2% borgarferð erlendis, 31,5% í ferð innanlands með vinahópi eða klúbbfélögum, 27,9% borgar- eða bæjarferð innanlands og 25,3% útivistarferð innanlands þ.m.t. gönguferðir, jeppa- eða snjósleðaferðir. 23,8% ætla að elta veðrið þ.e. ferðast þangað sem veðrið er best á Íslandi, 22,5% ætla í sólarlandsferð og 20,7% í annars konar ferð erlendis en hér er upptalið. Annars konar ferðir voru nefndar í mun færri tilfellum.

Allt um könnunina     

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag                 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta