Umhverfisráðherra heimsækir ÍSOR
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti Íslenskar orkurannsóknir í gær, ÍSOR, eftir að stofnunin bauð ráðherranum að koma og kynna sér starfsemina sem þar fer fram.
Heimsóknin byrjaði á því að forstjóri stofnunarinnar, Ólafur G. Flóvenz og yfirstjórn kynntu fyrir ráðherra helstu verkefni ÍSOR. Þá voru húsakynnin skoðuð og fékk ráðherra þá nánari kynningu á einstökum þáttum starfseminnar.
ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem vinnur að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. Stofnunin er rekin á viðskiptalegum grundvelli og aflar sér alfarið fjár með sölu rannsókna og þjónustu og með öflun rannsóknarstyrkja. Um 80 manns starfa hjá stofnuninni.
Var heimsóknin bæði fróðleg og áhugaverð í alla staði.