Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2012 Matvælaráðuneytið

Matsfyrirtækið Fitch hækkar lánshæfismat Íslands upp í fjárfestingarflokk

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hækkaði í dag lánshæfismat Íslands upp í fjárfestingarflokk með stöðugum horfum. Fitch hækkaði einkunn ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr BB+ í BBB-. Lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt var einnig hækkuð í F3 úr B og einkunnin fyrir lánshæfisþak Íslands í BBB- úr BB+. Lánshæfiseinkunnin BBB+ fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt var staðfest með stöðugum horfum.

„Hækkunin á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í fjárfestingarflokk endurspeglar þann árangur sem náðst hefur frá bankahruninu við að endurheimta stöðugleika í hagkerfinu, framfylgja kerfisumbótum og endurbyggja lánstraust ríkissjóðs. Ísland hefur lokið vel heppnuðu samstarfi við AGS og endurheimt aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Vænlegur efnahagsbati er hafinn og endurskipulagning fjármálageirans er vel á veg komin. Auk þess bendir traust áætlun um styrkingu ríkisfjármála til þess að hlutfall ríkisskulda af landsframleiðslu hafi náð hámarki árið 2011“ segir Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá Fitch.

Fréttatilkynning Fitch Ratings

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta