Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2012 Matvælaráðuneytið

Þeim er ætlað stórt hlutverk í umhverfis- og orkurannsóknum

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Í vikunni var úthlutað úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar alls 58 milljónum króna í styrki til framhaldsnáms og rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkurannsókna.

Orkurannsóknasjóður var stofnaður árið 2008 í þeim tilgangi að auka áhuga háskólasamfélagsins á umhverfis- og orkumálum og efla rannsóknir vísindamanna. Jafnframt er markmiðið að hvetja háskólanemendur til að velja sér viðfangsefni á þessu sviði.

Sex doktorsnemar hlutu styrki að upphæð ein milljón króna og tíu meistaranemar hlutu styrki að upphæð 500 þúsund krónur, alls 11 milljónir króna.

Þá var 47 milljónum króna úthlutað til rannsóknarverkefna, bæði nýrra verkefna sem og framhaldsstyrkir til verkefna sem þegar hafa verið styrkt. Alls voru styrkt fjórtán ný verkefni og sex verkefni hlutu áframhaldandi styrki. Sex styrkir eru veittir til virkjunarrannsókna, átta til rannsókna á náttúru og umhverfi og sex til vistvæns eldsneytis og tækni sem dregur úr losun kolefnisgasa.

Úthlutanir úr orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar árið 2012

Til doktorsnáms, ein milljón króna hver:

Ásdís Jónsdóttir mannfræðingur. Doktorsnám við Háskólann í Osló.

Jónas Guðnason jarðfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands í samstarfi við Háskólann í Edinborg.

Óli Páll Geirsson  stærðfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Vísinda- og tækniháskólann í Þrándheimi.

Sigmar Karl Stefánsson  rafmagnsverkfræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands í samstarfi við Matís ohf.

Sigurður Pétur Magnússon umhverfis- og byggingarverkfræðingur. Doktorsnám við Massachusetts Institute of Technology.

Verity Flett vatnafræðingur. Doktorsnám við Háskóla Íslands í samstarfi við Veðurstofu Íslands.

Til meistaranáms, 500.000 krónur hver:

Auður Ingimarsdóttir jarðfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands í samstarfi við Landsvirkjun.

Ása Margrét Einarsdóttir landfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands

Elvar Karl Bjarkason eðlisfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands í samvinnu við Íslenskar orkurannsóknir.

Helga María Heiðarsdóttir landfræðingur. Meistaranám við Háskólann í Osló.

Helgi Sigurðarson vélaverkfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands í samstarfi við Veðurstofu Íslands.

Jan Eric Jessen  líffræðingur. Meistaranám við Háskólann á Akureyri.

Karl Njálsson umhverfis- og byggingarverkfræðingur. Meistaranám við Tækniháskólann í Zürich.

Kristbjörn Helgason eðlisfræðingur. Meistaranám við Háskólann í Reykjavík í samstarfi við Landsvirkjun.

Snævarr Guðmundsson landfræðingur. Meistaranám við Háskóla Íslands.

Steindór Hjartarson verkfræðingur. Meistaranám við Reykjavik Energy Gradual School of Sustainable Systems í samstarfi við Landsvirkjun og verkfræðistofuna Mannvit.

Styrkir til nýrra rannsóknarverkefna:

Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir, verkfræðingur í samstarfi við Vísinda- og tækniháskólann í Þrándheimi, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Guðrún Gísladóttir, Háskóla Íslands í samstarfi við Skógrækt ríkisins

Hrund Andradóttir, Háskóla Íslands í samstarfi við Háskólann í Granada.

Ívar Örn Benediktsson, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Íslenskar orkurannsóknir, Vísinda- og tækniháskólann í Þrándheimi og Norsku jarðfræðistofnunina.

Jón S. Ólafsson, Veiðimálastofnun í samstarfi við Háskóla Íslands, James Hutton Institute í Skotlandi og Montana State University.

Ólafur Pétur Pálsson, Háskóla Íslands

Ragnar Sigbjörnsson, Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann í Rostock.

Rúnar Unnþórsson, Háskóla Íslands í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtök Íslands og verkfræðistofuna Verkís.

Sigfús Björnsson, Háskóla Íslands í samvinnu við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Sviss.

Sigurður Brynjólfsson, Háskóla Íslands í samvinnu við Kaliforníuháskóla í San Diego og Danska tækniháskólann.

Snædís H. Björnsdóttir, Matís ohf. í samvinnu við Háskóla Íslands.

Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Tómas Jóhannesson, Veðurstofu Íslands í samvinnu við Háskóla Íslands.

Styrkir til framhalds í rannsóknarverkefnum:

Andri Stefánsson, Háskóla Íslands í samstarfi við Massachusetts Institute of Technology.

Björn Kristinsson, Háskóla Íslands.

Guðrún Marteinsdóttir, Háskóla Íslands í samstarfi við Veðurstofu Íslands.

Guðrún A. Sævarsdóttir, Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskóla Íslands og Íslenskar orkurannsóknir

Halldór Pálsson, Háskóli Íslands í samstarfi við Íslenskar orkurannsóknir.

Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Háskóla Íslands í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. 

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta