Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2012 Matvælaráðuneytið

Keflavíkurflugvöllur er afbragð annarra evrópskra flugvalla

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Í nýrri könnun alþjóðasamtaka flugvalla, Airports Council International, er það staðfest einn ganginn enn að Keflavíkurflugvöllur er á meðal allra bestu flugvalla í Evrópu.

Í könnuninni er Keflavíkurflugvöllur sagður veita besta þjónustu allra flugvalla í Evrópu sem eru með færri en  2 milljónir farþega á ári – og reyndar fékk hann flest heildarstig allra evrópskra flugvalla!

Íslensk ferðaþjónusta hefur náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum - og ein af forsendunum sem liggja þar að baki er metnaður og kraftur starfsfólks Keflavíkurflugvallar.

Keflavíkurflugvöllur skarar jafnan framúr í heildaránægju farþega, kurteisi og hjálpsemi starfsfólks, auðveldu tengiflugi, notalegu andrúmslofti, hreinlæti og biðtíma í öryggisleit. Einnig eru farþegar mjög ánægðir með skjóta afgreiðslu farangurs, aðgengi að farangurskerrum, bankaþjónustu og veitingastaði í flugstöðinni. Möltuflugvöllur var valinn besti evrópski flugvöllurinn  með yfir 2 milljónir farþega en Incheonflugvöllur í Suður Kóreu bestur á heimsvísu.

Þjónustukönnunin er framkvæmd á 186 helstu flugvöllum heims, þar af 54 í Evrópu og svara farþegar spurningum um gæði 36 þjónustuþátta. Niðurstöður eru birtar ársfjórðungslega og heildarárangur árlega. Keflavíkurflugvöllur hefur jafnan verið í efstu sætum evrópskra flugvalla frá því að hann hóf þátttöku í könnuninni árið 2004. Hann var valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2009 og var í öðru sæti árið 2010 ásamt því að vera í þriðja sæti á heimsvísu árið 2004 í flokki flugvalla með undir fimm milljónir farþega á ári.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta