Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2012 Innviðaráðuneytið

Brýnt að upplýsingaöryggi sé sem öflugast

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði ráðstefnu um upplýsingaöryggi í dag sem haldin var á vegum Capacent og Promennt. Var þar fjallað um ýmsar ógnir sem steðjað geta að upplýsingakerfum svo sem með rafrænni auðkenningu og um áhrif tölvuskýja á upplýsingaöryggi.

Innanríkisráðherra ávarpaði í morgun ráðstefnu um upplýsingaöryggi.
Innanríkisráðherra ávarpaði í morgun ráðstefnu um upplýsingaöryggi.

Á ráðstefnunni fjölluðu sérfræðingar Capacent ásamt fyrirlesurunum Paula Januszkiewics og Andy Malone um það hvernig aukið upplýsingaöryggi getur aukið rekstraröryggi. Þetta er annað árið sem slík upplýsingaöryggisráðstefna er haldin og er áherslan meðal annars á öryggi þráðlausra neta, ógnir sem aukin notkun rafrænnar auðkenningar getur valdið og áhrif tölvuskýja á upplýsingaöryggi. Þessu til viðbótar sýndu sérfræðingar Capacent hvernig símtæki getur ógnað upplýsingaöryggi fyrirtækja með því að tengjast netkerfum þeirra.

Upplýsingar liggja víða

Innanríkisráðherra sagði í upphafi að víða í þjóðfélaginu færi fram margs konar upplýsingasöfnun og að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir byggju yfir margs konar upplýsingum, gögnum og heilu upplýsingakerfunum. Slík gögn væru notuð í viðskiptum, rannsóknum, til fróðleiks og eins og allt annað er hægt að misnota allar þessar upplýsingar ef óvandaðir aðilar kæmust í þær og notuðu þær á einhvern annan hátt en til er ætlast.

Ráðgerra sagði tölvuárásum beitt til að ná verðmætum og mikilvægum upplýsingum og þeim væri líka beitt til þess að ná í fjármuni og nefndi til dæmis kortasvindl. Hann sagði brýnt að bregðast við og varnir við þessari ógn kostuðu mikla fjármuni – fyrir utan það tjón sem glæpirnir sjálfir hafa í för með sér. Sagði hann fjarskiptainnviði þurfa að standast hamfarir bæði af völdum náttúrunnar og af manna völdum.

Á þessum öryggismálum væri meðal annars tekið í fjarskiptaáætlun fyrir næstu ár sem nú er til umræðu á Alþingi og hún miði að því að upplýsingaöryggi á öllum sviðum verði sem öflugast.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta