Katrín Jakobsdóttir
tók þátt í fundi samstarfsráðherra Norðurlanda, sem haldinn var í Osló.Katrín Jakobsdóttir, sem gegnir embætti samstarfsráðherra Norðurlanda, sat í vikunni fund í Osló þar sem meðal annars ræddar voru fjárlagatillögur norrænu ráðherranefndarinnar, næstu skref í vinnu gegn landamærahindrunum á Norðurlöndunum og stefnumótun norrænu ráðherranefndarinnar um grænan vöxt. Þá var haldið opið málþing með þátttöku samstarfsráðherranna um framtíð norræna velferðarsamfélagsins og þær áskoranir sem Norðurlöndin standa frammi fyrir í þeim efnum.
Gangvirki velferðarsamfélagsins er eitt af lykilatriðunum í formennskuáætlun Noregs sem fer nú með formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Gestgjafi fundarins var Rigmor Aasrud, samstarfsráðherra Noregs.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurn
Skilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.