Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2012 Utanríkisráðuneytið

Námskeið um álitamál í þróunarsamvinnu og hjálparstarfi í mars

Frá fyrra námskeiði
Frá fyrra námskeiði

 

Í mars fer fram námskeið um álitamál í þróunarsamvinnu og hjálparstarfi þar sem m.a. verður fjallað um neyðaraðstoð, mannúðarstarf og friðaruppbyggingu. Námskeiðið fer fram í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, og er liður í samstarfi utanríkisráðuneytisins, Rauða krossins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Umsjón með námskeiðinu hefur Svanhvít Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur við utanríkisráðuneytið og er kennslan í höndum sérfræðinga frá samstarfsaðilum námskeiðsins, háskólasamfélaginu og félagasamtökum. Þátttakendur munu öðlast þekkingu á stefnum og starfsemi ólíkra stofnanna, störfum á vettvangi og þátttöku Íslands í verkefnum á sviði þróunarsamvinnu. Fræðslan verður sett í samhengi við Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um þróun og hvernig ólík verkefni mismunandi aðila skiptast. Þá fá þátttakendur einnig að spreyta sig á krefjandi verkefnum og taka þátt í umræðum um hvers kyns álitamál sem tengjast þróunarsamvinnu og hjálparstarfi.

Námskeiðsgjald er 38.000.- og er skráningarfrestur til 29. febrúar. Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar: endurmenntun.is.

Dagskrá námskeiðisins má nálgast hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta