Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2012 Matvælaráðuneytið

Norðlendingar fá 48 klukkustundir til að leggja grunninn að nýjum framtíðarfyrirtækjum

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Það verður mikill kraftur í aðalsal Háskólans á Akureyri um helgina en þá verður efnt til sérstakrar Atvinnu- og nýsköpunarhelgi og eru allir sem luma á góðri viðskiptahugmynd velkomnir.

Erlend fyrirmynd viðburðarins er StartupWeekend þar sem þátttakendur mæta með eða án hugmyndar, skipta sér niður í teymi og vinna frá föstudegi til sunnudags við að byggja upp viðskiptahugmyndir. Markmiðið er að klára frumgerð, eða komast sem næst því að klára frumgerð af vörunni eða þjónustunni sem unnið er að yfir helgina. Fjölmargir sérfróðir aðilar mæta yfir helgina og hjálpa þátttakendum við uppbyggingu hugmyndanna. Verðlaun og viðurkenningar verða veittar fyrir bestu hugmyndirnar í nokkrum flokkum og alls nema heildarverðlaun viðburðarins 1.500.000 króna.

Allir geta tekið þátt; þeir sem hafa hugmynd að vöru eða þjónustu og einnig þeir sem vilja hjálpa hugmyndum annarra við að verða að veruleika. Hugmyndir þátttakenda geta verið margskonar og mislangt á veg komnar, þess vegna algjörlega ómótaðar hugmyndir að vöru eða þjónustu.

Að helginni standa Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Landsbankinn í samstarfi við Akureyrarbæ og Tækifæri fjárfestingarsjóð. Eins styðja fjölmörg önnur fyrirtæki rausnarlega við viðburðinn.

Dagskrá og aðrar upplýsingar um viðburðinn má finna á http://www.anh.is/ 

Viðburður: Komdu hugmynd í framkvæmd á 48 klukkustundum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta