Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2012 Dómsmálaráðuneytið

Umsögn dómnefndar um umsækjendur um tvö embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur

Dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað innanríkisráðherra umsögn sinni um umsækjendur um tvö embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst voru 16. desember 2011.

Umsækjendur voru Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Bogi Hjálmtýsson, fulltrúi og staðgengill sýslumannsins í Hafnarfirði, Hrannar Már S. Hafberg, settur héraðsdómari, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst, Kolbrún Sævarsdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Kristrún Kristinsdóttir, lögfræðingur við embætti Landlæknis, Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Sigríður J. Hjaltested de Jesus, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og Þórður S. Gunnarsson, settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.  

Ályktarorð dómnefndarinnar eru eftirfarandi: „Með vísun til 2. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla, er það niðurstaða dómnefndar að Kolbrún Sævarsdóttir og Þórður S. Gunnarsson séu hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst voru laus til umsóknar 16. desember 2011 í Lögbirtingablaði.

Umsögnin er hér með birt í heild sinni í samræmi við 2. mgr. 8. gr. reglna nr. 620/2010 um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti. Í nefndinni sitja: Eiríkur Tómasson, sem jafnframt er formaður, Allan V. Magnússon, Ása Ólafsdóttir, Brynjar Níelsson og Guðrún Agnarsdóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta