Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2012 Matvælaráðuneytið

Ungur frumkvöðull nemur – gamall frumkvöðull temur

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Innan skamms opnast spennandi möguleiki fyrir unga frumkvöðla til að sækja sér reynslu og afla sambanda í öðrum löndum Evrópu – þökk sé áætluninni „Erasmus for Young Entrepreneurs“

Þar munu ungir frumkvöðlar fá tækifæri til að fara í eins konar starfsþjálfun og eyða nokkrum vikum eða mánuðum í fyrirtæki í öðru aðildarríki ESB, sem rekið er af frumkvöðlum sem hafa þekkinguna til að geta gefið af sér og geta miðlað reynslu sinni áfram. Í staðinn fær frumkvöðlafyrirtækið hugmyndaríkan og áhugasaman einstakling til starfa inní fyrirtækinu í ákveðið tímabil.

Áætlunin er á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og nú er verið að leita að aðila/um sem geta tekið að sér að vera milligönguaðilar fyrir áætlunina á Íslandi, þ.e. "National contact point" eins og það heitir á útlensku. Slíkir aðilar geta verið frumkvöðlasetur, verslunaráð og aðrar stofnanir sem veita stuðning til fyrirtækja. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2012.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu áætlunarinnar.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta