Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2012 Matvælaráðuneytið

Öflugir Vaxtarsprotar víða um land

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Samstarf Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hefur á síðustu fjórum árum getið af sér 149 Vaxtarsprota víða um land. Hér er um að ræða árangursríkt verkefni sem eflir atvinnu og nýsköpun í sveitum.

Allt frá árinu 2007 hafa Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóður landbúnaðarins staðið sameiginlega að verkefninu Vaxtarsprotar, fræðsluverkefni sem sérstaklega er ætlað bændum og öðrum íbúum í dreifbýli sem hyggja á uppbyggingu fyrirtækja eða nýnæmi í rekstri starfandi fyrirtækja. Námskeið undir merkjum Vaxtarsprota hafa nú verið í boði í dreifbýli um allt land og eru þátttakendur í heild orðnir 181 talsins og viðskiptahugmyndirnar 149. Mest þátttaka hefur verið á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslu.

Lögð hefur verið sérstök áhersla á það að laga framkvæmd hverju sinni að þörfum heimaaðila og hefur það verið gert í nánu samstarfi við landbúnaðarráðunauta, atvinnuþróunarfélög og aðra aðila úr stoðkerfi atvinnulífsins á hverju svæði. Óhætt er að segja að það öfluga samstarf sem Vaxtarsprotaverkefnið byggir á hafi þegar skilað góðum árangri. Í janúar 2010 gerði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands könnun meðal þátttakenda frá upphafi (2007-2009). Þá voru 67% þeirra sem höfðu lokið verkefninu með starfandi fyrirtæki, 18% voru að vinna að viðskiptahugmynd, 62% höfðu sett nýja vöru á markað og 71% töldu að þátttaka hefði þá þegar skilað betri árangri í rekstri. Í ágúst 2011 tók Nýsköpunarmiðstöð Íslands aftur saman yfirlit yfir stöðu verkefna úr Vaxtarsprotum sem nær til allra þátttakenda til þessa. Af 149 verkefnum var starfsemi hafin í 66 verkefnum eða 44%, 22 verkefni eða 15% voru undirbúningi eða þróun, 38 verkefni eða 22% voru ekki í gangi og staða 23 verkefna eða 15% var óljós.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta