Ráðherra heimsækir Langholtsskóla
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti Langholtsskóla í morgun. Erindið var m.a. að ræða við nemendur um fyrirhugaða PISA könnun í stærðfræði/læsi, sem verður á næstunni. Í máli ráðherrans kom fram að þau, sem tækju þátt í alþjóðlegum könnunum af þessu tagi, væru einskonar landslið Íslands og því væri mikilvægt að allir legðu sig fram.
Þá ræddi ráðherrann einnig um gildi menntunar til að fá starf sem maður hefði áhuga á. Katrín var nemandi í Langholtsskóla og hitti m.a. kennara sinn frá þeim tíma.