Hoppa yfir valmynd
1. mars 2012 Utanríkisráðuneytið

Rætt um íslenska myndlist í Kaupmannahöfn

Frá hádegsiverðarfundi um íslenska myndlist í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn
Frá hádegsiverðarfundi um íslenska myndlist í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn

Straumar og stefnur í íslenskri myndlist voru til umræðu á hádegisverðarfundi sem Sturla Sigurjónsson, sendiherra í Danmörku, efndi til í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn föstudaginn 24. febrúar sl. Dorothée Kirch, framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Hulda Stefánsdóttir, myndlistarkona og prófessor við Listaháskóla Íslands, og Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona, gerðu grein fyrir því helsta sem er að gerast í íslenskri myndlist um þessar mundir. Þá fjallaði Jonathan Habib Enquist, sýningarstjóri, um myndlistaráherslur á Listahátíðinni í Reykjavík í maí nk., m.a. verkefnið  "Independent People". Gestir voru danskir safnstjórar, blaðamenn, fulltrúar opinberra menningarstofnana og Listahátíðarinnar í Kaupmannahöfn. Af þessu tilefni var íslensk myndlist í sendiherrabústaðnum einnig kynnt fyrir gestunum.
 
Sendiráð Íslands í Danmörku er eitt fimm sendiráða sem tekur þátt í átaksverkefni sem felur í sér að kynna með virkum hætti íslenska samtímamyndlist erlendis í samstarfi við íslenska listamenn og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar.  Hádegisverðarfundurinn var liður í því verkefni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta