Hoppa yfir valmynd
2. mars 2012 Matvælaráðuneytið

Eldhúsið er miðdepill fjörsins ... og nú er ferðamönnum boðið inn!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Í marsmánuði verður erlendum ferðamönnum boðið að heimsækja Eldhús – en það er lítið hús á hjólum sem rúmar sex manns í sæti. Húsið dregur nafn sitt af þeim vana Íslendinga að safnast saman í eldhúsinu til að njóta góðra stunda og borða góðan mat.

Eldhúsið og fylgifiskar þess eru að leggja í 12 daga ferð um landið og verður gestum boðið til óvæntra veisluhalda á vinsælum áfangastöðum ferðamanna. Leitað verður fanga á hverjum stað með hráefni af svæðinu og fyrsti yfirkokkur Eldhússins verður Tom Sellers, en hann er einn af virtari kokkum heims um þessar mundir. Samhliða þessu eru íslendingar hvattir til að bjóða ferðamönnum heim í eldhús í gegnum heimasíðuna www.inspiredbyiceland.com.

Eldhús er nýtt verkefni á vegum Inspired by Iceland sem miðar að því að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenm með áhuga á matargerð og kynna íslenska matarmenningu með nýstárlegum hætti. Húsið er hannað í anda íslenskra sveitabæja og smíðað frá grunni til þess að takast á við þetta verkefni.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta