Hoppa yfir valmynd
5. mars 2012 Matvælaráðuneytið

Akureyri og Vestmannaeyjar eru til fyrirmyndar hvað varðar sjálfbærar orkulausnir

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Nýverið var haldin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar samkeppni um titilinn ”Norrænt orkusveitarfélag 2011” og hlutu bæði Akureyri og Vestmannaeyjabær tilnefningu. Samkeppninni er ætlað að vekja athygli á og styðja við aðgerðir norrænna sveitarfélaga sem stuðla að sjálfbærum lausnum í orku- og loftslagsmálum og hreppti Albertslund í Danmörku nafnbótina að þessu sinni.

Akureyri hlaut tilnefningu fyrir eldsneytisframleiðslu en þar á bæ er lífrænum úrgangi umbreytt í lífdísel. Markmiðið er að framleiða 2.100 tonn af eldsneyti en það svarar til ársnotkunar um 400 bifreiða.

Vestmannaeyjabær fékk sína tilnefningu fyrir mjög metnaðarfulla umhverfisáætlun sem miðar m.a. því að draga stórlega úr orkunotkun og auka vægi sjálfbærra orkugjafa. Hafa eyjaskeggjar m.a. sett stefnuna á rafmagnsframleiðslu með vindorku fyrir árið 2020 – og af vindi hafa þeir jú nóg!

Samkeppninni er ætlað að beina athyglinni að sjálfbærum lausnum norrænna sveitarfélaga á sviði orku- og loftslagsmála. Orkunotkun heimsins og losun gróðurhúsalofttegunda er langmest í borgum og bæjum. Því eru aðgerðir einstakra sveitarfélaga afar mikilvægar þegar minnka á losunina. Aðgerðir þeirra stuðla að framgangi þeirrar sameiginlegu sýnar Norðurlandanna að takast muni í framtíðinni að skapa samfélag sem er óháð jarðefnaeldsneyti og/eða kolefnishlutlaust.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta