Evrópumálaráðherra Danmerkur á Íslandi
Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur, kom í dag í vinnuheimsókn til Íslands en Danir eru nú í formennsku í Evrópusambandinu. Wammen fundar síðdegis í dag með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, og hittir samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum við ESB. Á morgun mun hann eiga fund með forsætisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og hitta fulltrúa í utanríkismálanefnd Alþingis. Heimsókn hans lýkur með heimsókn á hafnarsvæðið í Reykjavík.
Æviágrip Nicolai Wammen er hér og myndir úr heimsókninni verður að finna hér. Fjölmiðlum er boðið að mynda upphaf fundar utanríkisráðherra og Evrópumálaráðherra Dana sem hefst kl. 18:30 í dag í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu.