Hoppa yfir valmynd
8. mars 2012 Dómsmálaráðuneytið

Verðum að forðast alhæfingar

Innanríkisráðherra telur engan vafa leika á því að samfélagið vilji taka höndum saman í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sá vilji hafi til dæmis komið í ljós meðal þingmanna. Hann varar hins vegar við því að setja undir sama hatt vélhjólaklúbba annars vegar og skipulögð glæpasamtök hins vegar þótt í einstökum tilvikum noti skipulögð glæpasamtök vélhjól sem kennitákn.

,,Við verðum að forðast alhæfingar,” segir ráðherra og kveðst hafa orðið þess var að menn hafi sett alla vélhjólaklúbba undir sama hatt og telji þá fylgjandi skipulagðri glæpastarfsemi. Mótorhjólafólk sé hins vegar ekki allt af sama sauðahúsi. ,,Þvert á móti hefur fjöldi fólks ástríðufullan áhuga á mótorhjólum og hefur bundist samtökum við sína líka um þetta áhugamál. Þannig eru margir mótorhjólaklúbbar í landinu. Þeir sem fylla þeirra raðir vilja ekkert af hrottum og glæpamönnum vita og svíður sárt að vera ruglað saman við misindismenn,” segir Ögmundur Jónasson meðal annars.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta