Hoppa yfir valmynd
9. mars 2012 Utanríkisráðuneytið

Breytingar í utanríkisþjónustunni

Utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um eftirtaldar breytingar í utanríkisþjónustunni:

Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra, sem hefur verið við störf í ráðuneytinu frá 2008 og í Íslensku friðargæslunni frá 2010-2011, fluttist til starfa sem sendiherra í Ottawa hinn 1. febrúar sl.

Þórður Bjarni Guðjónsson, skrifstofustjóri, sem hefur verið við störf í ráðuneytinu frá 2004, fluttist til starfa sem aðalræðismaður í Þórshöfn hinn 1. febrúar sl.

Þá hefur utanríkisráðherra flutt Martin Eyjólfsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs, og Maríu Erlu Marelsdóttur, deildarstjóra, í embætti sendiherra frá og með 1. janúar 2011. María Erla hefur jafnframt tekið við starfi sviðsstjóra þróunarsamvinnusviðs ráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta