Hoppa yfir valmynd
9. mars 2012 Matvælaráðuneytið

Nýsköpunarmiðstöðvarnar eru klakstöðvar fyrir fyrirtæki framtíðarinnar

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Það hefur aldrei verið mikilvægara að ýta undir og efla nýsköpun og frumkvöðlastarf í atvinnulífinu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur fjögur frumkvöðlasetur og kemur að auki að rekstri fjögurra annarra. Tilgangurinn er að skapa sprotafyrirtækjum kjöraðstæður þar sem þau geta gengið að skapandi umhverfi, öflugu tengslaneti og faglegri ráðgjöf. Fyrirtækin sem hafa aðstöðu á frumkvöðlasetrunum eru um eitt hundrað og hafa fjölmörg þeirra náð mjög eftirtektarverðum árangri og vexti.

Frumkvöðlasetur sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur:

Kvosin | Lækjargötu 12, Reykjavík        http://nmi.is/impra/frumkvodlasetur/kvosin/
Kvosin er rekin í samstarfi við Íslandsbanka á tveimur hæðum í húsnæði Íslandsbanka í Lækjargötu.

Keldnaholt | Grafarvogi, 112 Reykjavík             http://nmi.is/impra/frumkvodlasetur/keldnaholt/
Frumkvöðlasetrið á Keldnaholti í Reykjavík byggir á áralangri reynslu og þekkingu sem gefur fyrirtækjum á setrum Nýsköpunarmiðstöðvar mikilvægt forskot.

Kím - Medical Park | Vatnagörðum 18, Reykjavík             http://nmi.is/impra/frumkvodlasetur/heilsutaeknigardur/
Frumkvöðlasetur fyrir fyrirtæki í heilbrigðistækni og skyldum greinum sem rekið er í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, iðnaðarráðuneytið og Summit ehf.

Kveikjan | Strandgötu 11, Hafnarfirði                 http://nmi.is/impra/frumkvodlasetur/kveikjan/
Kveikjan er rekin í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ, Garðabæ og Sveitarfélagið Álftanes.

Nýsköpunarmiðstöð kemurauk þess að rekstri Frumkvöðlasetursins á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og Toppstöðvarinnar við Rafstöðvarveg.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta