Hoppa yfir valmynd
12. mars 2012 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Palestínu

Anna Jóhannsdóttir og Mahmoud Abbas
Anna Jóhannsdóttir og Mahmoud Abbas

Anna Jóhannsdóttir, sendiherra, afhenti 11. mars 2012 Mahmoud Abbas, forseta  Palestínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Palestínu með aðsetur í Reykjavík. Ísland viðurkenndi sjálfstæði og fullveldi Palestínu hinn 15. desember síðastliðinn og er þetta því í fyrsta sinn sem íslenskur sendiherra afhendir trúnaðarbréf þar í landi.

Á fundi sendiherrans með forsetanum var fjallað um tvíhliða samskipti ríkjanna og þakkaði Abbas fyrir viðurkenningu Íslands á Palestínuríki, sem hann sagði miklu skipta fyrir Palestínumenn. Þá var fjallað um stöðu mála í landinu og þróun friðarferlisins.

Á fundi með Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra, var fjallað um atburði síðustu daga á Gasa, þróun arabíska vorsins og þær hræringar sem nú eiga sér stað í Mið-Austurlöndum. Þá var sérstaklega fjallað um átökin í Sýrlandi. Samstarf Íslands og Palestínu var til umfjöllunar, en stuðningur við Palestínu og palestínska flóttamenn er áhersluatriði í þróunarsamvinnuáætlun 2011 – 2014. Var utanríkisráðherrann upplýstur um að nú væri unnið að gerð sérstakrar aðgerðaáætlunar um samvinnu ríkjanna á grundvelli þróunarsamvinnuáætlunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta