Heimsókn í Iðnskólann í Hafnarfirði
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Iðnskólann í Hafnarfirði nýlega og opnaði vorsýningu skólans, sem nú er haldin í anddyri IKEA í Garðabæ. Samstarf skólans og verslunarinnar hófst í byrjun árs 2011 þegar IKEA tók á móti kennurum og nemendum , sem voru að ljúka námi í útstillingum. Samstarfið heldur áfram með vorsýningum skólans, sem stendur allan marsmánuð en með mismunandi efni. Þá stendur yfir samþættingarverkefni milli nemenda á mismunandi brautum skólans og fá þeir efni frá IKEA til að vinna með og sýna afraksturinn þar.