Heimsókn starfsmanna frá norskum landskiptadómstól - Østfold jordskifterett
13. mars 2012 komu í heimsókn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hópur starfsmanna frá norskum landskiptadómstól - Østfold jordskifterett. Sigríður Norðmann lögfræðingur flutti erindi á fundinum og skýrði þessi mál af hálfu ráðuneytisins. Þá fóru ásamt Sigríði, þau Níels Árni Lund skrifstofustjóri og Guðný Steina Pétursdóttir, stjórnarráðsfulltrúi með gestina í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri þar sem dr. Ágúst Sigurðsson rektor tók á móti hópnum. Kynnti hann staðinn og starfsemi skólans. Í máli hans kom fram að í Landbúnaðarháskólanum er stundað nám á þessu sviði. Á heimleiðinni var komið við í Reykholti þar sem Norðmennirnir nutu fræðslu um Snorra Sturluson, sagnaritun hans og tengslum hans við Noreg.
Á myndinni eru ásamt hópnum frá Noregi, Dr. Ágúst Sigurðsson rektor í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Níels Árni Lund, Guðný Steina Pétursdóttir og Sigríður Norðmann frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.