Hoppa yfir valmynd
14. mars 2012 Matvælaráðuneytið

Heimsókn starfsmanna frá norskum landskiptadómstól - Østfold jordskifterett

Heimsókn með norðmenn á Hvanneyri
Heimsókn með norðmenn á Hvanneyri
13. mars 2012 komu í heimsókn  í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hópur starfsmanna frá norskum landskiptadómstól - Østfold jordskifterett. Sigríður Norðmann lögfræðingur flutti erindi á fundinum og skýrði þessi mál af hálfu ráðuneytisins. Þá fóru ásamt Sigríði, þau Níels Árni Lund skrifstofustjóri og  Guðný Steina Pétursdóttir, stjórnarráðsfulltrúi með gestina í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri þar sem dr. Ágúst Sigurðsson rektor tók á móti hópnum. Kynnti hann staðinn og starfsemi skólans. Í máli hans kom fram að í Landbúnaðarháskólanum er stundað nám á þessu sviði. Á heimleiðinni var komið við í Reykholti þar sem Norðmennirnir nutu fræðslu um Snorra Sturluson, sagnaritun hans og tengslum hans við Noreg.

Heimsókn með norðmenn á Hvanneyri















Á myndinni eru ásamt hópnum frá Noregi, Dr. Ágúst Sigurðsson rektor í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Níels Árni Lund, Guðný Steina Pétursdóttir og Sigríður Norðmann frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.





Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta