Hoppa yfir valmynd
14. mars 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýtt vefsetur um landsskipulagsstefnu

Skarðsheiði.

Skipulagsstofnun hefur opnað nýjan vef, www.landsskipulag.is, í tengslum við vinnu við landsskipulagsstefnu. Á honum er að finna almennar upplýsingar um landsskipulagsstefnu, svo sem um samráðsaðila og nýjustu upplýsingar um vinnu að nýrri landsskipulagsstefnu 2013-2024.

Einnig er möguleiki að koma á framfæri ábendingum, athugasemdum og spurningum varðandi mótun nýrrar landsskipulagsstefnu. Síðar verður þar aðgengileg gildandi landsskipulagsstefna, þ.m.t. upplýsingar um stöðu og þróun skipulagsmála og upplýsingar um áætlanir í mismunandi málaflokkum sem varða landnotkun á landsvísu.


Markmiðið með sérstöku vefsetri um landsskipulagsstefnu er að stuðla að því að stefnan sé mótuð og unnin í virku samráði við sveitarfélög og samtök þeirra, opinberar stofnanir og hagsmunasamtök sbr. 6. gr reglugerðar um landsskipulagsstefnu. Jafnframt er markmiðið að að almenningur eigi þess kost að fylgjast með mótun landsskipulagsstefnu og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum í vinnuferlinu.

Í landsskipulagsstefnu samkvæmt nýjum skipulagslögum (nr. 123/2010) verða samþættar áætlanir opinberra aðila um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu og aðra málaflokka sem varða landnotkun og er hún útfærð með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Sveitarfélög skulu taka mið af landsskipulagsstefnu við gerð svæðis- og aðalskipulagsáætlana eða breytinga á þeim og, eftir því sem við á, samræma þær landsskipulagsstefnu innan fjögurra ára frá samþykkt hennar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta