Hoppa yfir valmynd
14. mars 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun styrkja sem áður var úthlutað af fjárlaganefnd Alþingis

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála.

Úthlutunin er í samræmi við breytt fyrirkomulag úthlutunar styrkja til félaga, samtaka og lögaðila en Alþingi hefur hætt úthlutun á styrkjum til ýmissa verkefna eins og verið hefur. Alþingi ákvarðar áfram umfang fjárframlaga en úthlutun er í höndum mismunandi ráðuneyta eftir málefnasviðum þeirra.  

  • Í úthlutun ráðuneytisins var áhersla lögð á verkefni á sviði listgreina, menningararfs,  íþrótta- og æskulýðsmála og uppbyggingar landsmótsstaða.
  • Mennta- og menningarmálaráðuneyti tók til meðferðar 340 umsóknir þar sem sótt var um styrki alls að fjárhæð 1.334.960.773 kr. 
  • Til ráðstöfunar voru 123,4 m.kr. á fjárlögum 2012 og hlutu 68 aðilar styrk.
  • Fjölmörgum umsækjendum var einnig beint á að sækja um til lögbundinna sjóða á sviði menningarmála eða til menningarráða landshlutasamtaka, enda runnu fjárframlög þau sem Alþingi úthlutaði áður til menningarmála að hluta til þessara aðila.  

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2012:

 Umsækjandi

 Verkefni

 Upphæð

Alþjóðleg ungmennaskipti  Rekstrarstyrkur 2.800.000
Arkitektafélag Íslands Undirbúningur Byggingarlistasafns 1.000.000
Bandalag íslenskra listamanna   Rekstrarstyrkur 2.400.000
Bandalag íslenskra skáta Aðstöðusköpun v. Landsmóts skáta á Úlfljótsvatni 2012  4.000.000
Bandalag íslenskra skáta    Heimsmót Róverskáta 2017 1.000.000
Biophilia - Tónvísindasmiðjur   Biophilia - tónvísindasmiðjur  2.000.000
Borgarskjalasafn Reykjavíkur  Heimildir á netið 800.000
Bókmenntahátíðin í Reykjavík Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík 2.500.000
Brúðuheimar  Alþjóðleg brúðuleiklistarhátíð 2.000.000
Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra  Námskeið og kynningarstarf  500.000
Félag fagfólks í frítímaþjónustu   Námskeiðahald - kennsla
1.500.000
Félag kvikmyndatónskálda  Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin 2012  500.000
Félag leikskálda og handritshöfunda Höfundasmiðja  4.000.000
Félag um Mörg eru dags augu Endurgerð heimildarmyndar 800.000
Fornverkaskólinn  Lifandi þekking á fornu byggingahandverki  500.000
Garðyrkjufélag Íslands  Norræna rósahelgin 100.000
Gísli Sverrir Árnason Eyðibýli á Íslandi, útgáfa á ritverki 2.000.000
Heimilisiðnaðarfélag Íslands Rekstur Heimilisiðnaðarf. og  umsýsla Þjóðbúningaráðs 3.000.000
Héraðss. Snæf./Hnappadalss., HSH  Samstarfsnefnd íþróttahéraða 500.000
Héraðsskjalasafnið á Ísafirði  Skráning íbúaskráa 400.000
Hið íslenska bókmenntafélag    Lokabindi Sögu Íslands 3.000.000
Hjalti Hafþórsson  Horfin verkþekking 400.000
Hugarafl Geðfræðsla Hugarafls 400.000
Höfuðborgarstofa  Barnamenningarhátíð 2012 2.500.000
I.O.G.T. Nútímavæðing barnahreyfingar / Rekstrarstyrkur
300.000
Ibby á Íslandi  Starfsemi IBBY á Íslandi 800.000
Icefitness ehf. / Skólahreysti  Skólahreysti 1.600.000
Kalak, grænlensk-íslenska félagið   Sundkennsla grænlenskra barna 1.000.000
Kjósarstofa Rekstur Kjósarstofu  300.000
Kjósarstofa     Skráning og merking á menningar- og náttúruminjum í Kjós 400.000
Kling og Bang Gallerí   Rekstrarstyrkur /verkefnastyrkur 1.500.000
Kristilega skólahreyfingin (KHS) Kristilega skólahreyfingin 500.000
Kvenfélagasamband Íslands    Rekstrarstyrkur  1.500.000
Landssamband hestamannafélaga   Landsmót hestamanna í Reykjavík 2012 6.000.000
Landssamband æskulýðsfélaga   Rekstrarstyrkur 6.400.000
Leiklistarsamband Íslands  Rekstrar- og verkefnastyrkur 2.400.000
List án landamæra   Listahátíðin List án landamæra 1.000.000
Lókal, leiklistarhátíð ehf   LÓKAL - alþjóðleg leiklistarhátíð   3.500.000
Mats Wibe Lund  Heimildasafnið „Ásýnd Íslands úr lofti“  700.000
Mýrin, fél. um barnabókm.hátíð Matur úti í mýri- barnabókmenntahátíð 2012  500.000
Náttúrufræðistofa Kópavogs  Flutningur á bóka- og tímaritasafni frá Danmörku til Íslands  200.000
Rekstrarfélag Sarps  Rekstrarstyrkur  2.000.000
Reykjavík Dance Festival Reykjavík Dance Festival 1.500.000
Rithöfundasamband Íslands  Rekstur og erlend samskipti, höfundamiðstöð, skáld í skólum 4.000.000
Saga forlag  Heildarútgáfa Íslendingasagna á dönsku, norsku og sænsku 3.200.000
Samband íslenskra myndlistarmanna   Dagur myndlistar 2012  500.000
Samband íslenskra myndlistarmanna    Rekstrarstyrkur 4.500.000
Samband íslenskra sjóminjasafna   Málþing norrænna sjóminjasafna á Ísafirði í ágúst 2012  500.000
Samtök um Danshús Rekstrarstyrkur 1.500.000
Sequences-myndlistarhátíð  Sequences-myndlistarhátíð 2012 700.000
Sjálfstæðu leikhúsin Rekstur skrifstofu SL 4.000.000
Sjónlistamiðstöðin á Akureyri  Íslensku Sjónlistaverðlaunin 2012  1.500.000
Snorrastofa  Alþjóðlegt verkefni um norræna goðafræði  1.500.000
Stjórn Félags safna og safnamanna FÍSOS  Ráðning framkvæmdastjóra FÍSOS og rekstur skrifstofu 800.000
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur   Þýðing lista - Art in Translation -ráðstefna 500.000
Sveitarfélagið Árborg

Uppbygging íþróttamannvirkja v. Landsmóts UMFÍ  2013 og unglingalandsmóts UMFÍ 2012 13.000.000
Sögufélag   Rekstrarstyrkur 3.000.000
Tónskáldafélag Íslands

„Connecting Continents“ - Samstarfsnet tónlistarhátíðar á
Íslandi, Evrópu og í Bandaríkjunum
1.000.000
Töfralampinn ehf.  Kvikmyndafræðsla fyrir nemendur grunnskóla vorið 2012 1.000.000
Ung Nordisk Musik  „Music innovation“- ráðstefna um nýsköpun í hljóðfæragerð  250.000
Ungmennadeild Blóðgjafafélags Íslands Rekstrarstyrkur  400.000
Ungmennafélagið Úlfljótur   Uppbygging fyrir unglingalandsmót UMFÍ á Höfn 2013 2.000.000
Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands  Rekstrarstyrkur 900.000
Ungmennasamband Kjalarnesþings  Landsmót UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ 2012  800.000
Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar Rekstrarstyrkur 1.200.000
Æskulýðsvettvangurinn   Rekstrarstyrkur 4.500.000


        


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta