Úthlutun styrkja til verkefna 2012
Umhverfisráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði umhverfismála.
Úthlutunin er í samræmi við breytt fyrirkomulag úthlutunar styrkja til félaga, samtaka og lögaðila en Alþingi hefur hætt úthlutun á styrkjum til ýmissa verkefna eins og verið hefur. Alþingi ákvarðar áfram umfang fjárframlaga en úthlutun er í höndum mismunandi ráðuneyta eftir málefnasviðum þeirra.
Í úthlutun umhverfisráðuneytisins var áhersla lögð á verkefni á sviði umhverfis- og náttúruverndar en 37 milljónir króna voru til ráðstöfunar. Tók umhverfisráðuneytið afstöðu til 57 umsókna að upphæð tæplega 143 milljóna króna.
Eftirfarandi umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2012:
Arkitektafélag Íslands | Útgáfa fjögurra smárita um vistvænni byggð | 250.000 |
Blái herinn,umhverfissamtök | Hreinn ávinningur 2011-2013 | 500.000 |
Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi | Einstök náttúra Eldsveitanna | 100.000 |
Eyjafjarðarsveit | Eyðing skógarkerfils í Eyjafjarðarsveit | 750.000 |
Fenúr - Fagráð um endurnýtingu og úrgang | Aðalfundur ISWA 2012 | 150.000 |
Ferðaklúbburinn 4x4 | Forvarnir, stikun leiða og smávegagerð | 450.000 |
Fjórðungssamband Vestfirðinga | Undirbúningur vegna vottaðra Vestfjarða | 3.000.000 |
Framkvæmdaráð Snæfellsness | Umhverfisvottun Snæfellsness | 1.000.000 |
Framtíðarlandið | Náttúrukortið | 800.000 |
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands | Fuglaathugunarstöð Suðausturlands - merkingar og talningar fugla o.fl. | 1.000.000 |
Fuglavernd | Koma á fót IBA skrá fyrir hafsvæði - IBA Marine | 600.000 |
Fuglavernd | Ferðastyrkur á EU bird and Habitats Directive Task Force fundi | 300.000 |
Garðarshólmur ses | Garðarshólmur ses | 3.700.000 |
Gróður fyrir fólk,áhugasamtök | Nýting lífræns úrgangs af Suðurnesjum til uppgræðslu og ræktunar | 1.250.000 |
Hið íslenska náttúrufræðifélag | Netvæðing á fræðslufundum Hín | 200.000 |
Katla Jarðvangur ses | Katla Jarðvangur í alþjóðlegu samstarfi | 500.000 |
Landgræðslufélag Héraðsbúa | Landgræðslustörf á Fljótdalshéraði- stöðvun jarðvegsrofs og uppgræðsla | 800.000 |
Landvarðafélag Íslands | Alþjóðaráðstefna landvarða | 250.000 |
Landvernd | Bláfáni | 1.000.000 |
Landvernd | Ráðstefna fyrir starfsfólk leik-, grunn-, og framhaldsskóla á grænni grein | 350.000 |
Melrakkasetur Íslands | Melrakkasetur Íslands - refarannsóknir á Hornströndum | 1.500.000 |
Náttúran er ehf | Þróun þriggja grænna appa fyrir snjallsíma og spjaldtölvur | 2.500.000 |
Náttúrufræðistofa Kópavogs | Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns. | 3.700.000 |
Náttúrusetrið á Húsabakka ses | Náttúrusetrið á Húsabakka | 1.000.000 |
Náttúruverndarsamtök Íslands | Umsagnir og miðlun upplýsinga á vef samtakanna v/ Rio +20 | 500.000 |
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði | Norræn ráðstefna um umhverfishugvísindi | 400.000 |
Samtökin Grænn apríl | Grænn apríl 2012 | 250.000 |
Skjálftafélagið-félag áhugafólks | Undirbúningur jarðvangs við heimskautsjaðar (Geopark at the Edge) | 350.000 |
Skorradalshreppur | Gerð hættumats og viðbragðsáætlana vegna gróðurelda i Skorradal | 700.000 |
Skotveiðifélag Íslands | Veiðistjórnun á Íslandi - stefnumótun til framtíðar | 800.000 |
Skógræktarfélag Borgarfjarðar | Votlendisstígar í fólkvangnum Einkunnum | 1.000.000 |
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar | Viðbragðsáætlun og varnir vegna hættu á skógareldum á ræktunarsvæði Skógræktarf. Haf. | 1.250.000 |
Skógræktarfélag Íslands | Yfirfærsla Skógræktarritsins á stafrænt form og miðlun á vef | 500.000 |
Skógræktarfélag Íslands | Opinn skógur | 2.000.000 |
Surtseyjarfélagið | Rekstur og undirbúningur 50 ára afmælisráðstefna 2013 | 650.000 |
Umhverfishópur Stykkishólms | Málþing um vistvænni samgöngur | 350.000 |
Ungmannafélagið Úlfljótur (USÚ) | Merking hjóla- og göngustíga innan og umhverfis Höfn | 150.000 |
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni | SCENES - alþjóðleg umhverfisvottun skátamiðstöðva | 850.000 |
Vistbyggðarráð | Handbók um vistvænt skipulag | 600.000 |
Vistbyggðarráð | Íslenskt umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar | 1.000.000 |