Hoppa yfir valmynd
15. mars 2012 Matvælaráðuneytið

Öflug útgáfa í tengslum við ársfund Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Samfélagsleg nýsköpun – var yfirskrift ársfundar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ) og í tengslum við fundinn voru kynnt þrjú ný rit sem gefin eru út af NMÍ og ríma vel viðþema fundarins.

Í ritinu Grænkun atvinnulífsins. Sjónarmið og hugmyndir Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, eftir Þorstein Inga Sigfússon forstjóra er fjallað um áskoranir græna hagkerfisins og dæmi tekin úr atvinnulífinu þar sem finna má fyrirmyndir. Hvatningarorð eru bæði frá Samtökum atvinnulífsins og Umhverfisstofnun.

Karl Friðriksson skrifar ritið Samfélagsleg nýsköpun. Snjallar hugmyndir sem auka velferð og lífsgæði. Hér er um að ræða almennan texta sem skýrir á einfaldan hátt út á hvað samfélagsleg nýsköpun gengur. Í ritinu eru síður sem eiganda ritsins er ætlað að nota til að skrifa sínar snjöllu hugmyndir, þannig að þær fari ekki forgörðum í dagsins önn.

Ritið Samfélagslegt frumkvöðlastarf; gildi og mikilvægi eftir Árdísi Ármannsdóttur, markaðsstjóra NMÍ er eitt fyrsta fræðirit um þetta efni hér á landi. Það er von Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að þaðmuni hvetja fræðimenn til frekari rannsókna á þessu sviði.

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta